Hvers vegna er svarið merkt rangt þó að ég hafi svarað öllu rétt?

Farðu vel yfir leiðbeiningarnar sem fylgja æfingunni og fullvissaðu þig um að þú hafir skilið þær rétt og skrifað lausnina á réttu formi. Dæmi: Ef beðið er um að svarað sé með heilli tölu má ekki skrifa neitt annað í svarið.

Stöku sinnum koma upp villur sem tengjast vafranum sem notaður er. Vandamálið leysist oft með því að endurræsa vafrann. Ef það stoðar ekki er reynandi að skrá sig inn í öðrum vafra eða á öðru tæki.

Einkunnirnar í námskeiðskerfinu eru óháðar því sem vafrinn þinn sýnir, svo að það hefur engin áhrif á skráðan árangur þinn þó að villa af þessu tagi komi upp.

Ef villan endurtekur sig getur þú sent kerfisstjórunum skilaboð á Circle. Mikilvægt: Gættu þess að birta ekki skjámynd af svörunum þínum til þess að aðrir nemendur sjái ekki réttu svörin áður en þeir leysa æfingarnar.