Hve langan tíma tekur námskeiðið?

Námshraðanum ræður þú sjálf(ur), en við ráðleggjum þér að reyna að ljúka námskeiðinu á sex vikum. Reynslan sýnir að auðveldara er að ljúka námskeiðinu með því að fylgja ákveðinni áætlun.

Við áætlum að vinnan við hvern hluta námskeiðsins taki 4–8 klukkustundir. Æfingarnar krefjast töluverðrar yfirlegu. Í sumum þeirra þarf að teikna á blað og stundum getur verið nauðsynlegt að lesa fræðilegu umfjöllunina aftur. Þá getur tekið allt að 45 mínútum að leysa æfinguna. Á námskeiðinu er sömuleiðis vísað í alls kyns ítarefni sem þú vilt hugsanlega gefa þér tíma til að skoða.