Hvaða námskröfur eru gerðar?

Til þess að ljúka námskeiðinu Inngangur að gervigreind þarftu að skila lausn á a.m.k. 90% allra æfinga og fá a.m.k. 50% svaranna metin rétt.

Heildareinkunnin er fengin með því að reikna meðaltal allra æfinganna sem lokið var, þ.e. allar æfingarnar hafa sama vægi. Svör við ritgerðarspurningum teljast 100% rétt ef þau eru metin gild.

Ath.: Lausnum sem metnar eru með umsögnum annarra nemenda (æfingar 4, 15, 23, 24 og 25) telst hafa verið skilað þegar þú hefur bæði skilað nægilega mörgum umsögnum um lausnir annarra sjálf(ur) og fengið nógu margar jákvæðar umsagnir frá öðrum.

Ath.: Endanleg einkunn kemur ekki fram á skírteininu.