Hvað get ég gert til að námskeiðin hjá Elements of AI nýtist mér sem best?

Þú þarft fyrst og fremst að leggja þig fram.

Það er töluverð vinna að taka námskeiðið og þú þarft að lesa hvern kafla vandlega til að skilja allt sem þar kemur fram. Við skorum á þig að setja markið hátt!

Finndu einhvern til að stunda námið með.

Þú getur gert námið bæði auðveldara og skemmtilegra með því að stunda það með vinum þínum eða starfsfélögum eða skrá þig í notendahópinn Elements of AI á Circle. Við hvetjum þig til að taka virkan þátt í umræðum í notendahópnum og spyrja um allt sem þú átt erfitt með að skilja. Það gagnast öllum hópnum.

Hugsaðu eins og námsmaður aftur.

Ef þú tekur frá tíma fyrir námskeiðið, t.d. tvisvar eða þrisvar í viku, verður miklu auðveldara að stunda námið reglulega og ljúka öllum æfingunum. Það getur líka verið hjálp í því að hafa fastan stað til að sinna náminu — skrifborð á rólegum stað, borðstofuborðið eða annað sem þér hentar.

Láttu námið ekki valda þér áhyggjum!

Gleymdu ekki að hafa líka gaman af námskeiðinu. Þó að þú leggir þig alla(n) fram við að leysa æfingarnar geta villur læðst inn í svörin. Fáein slík mistök koma þó ekki í veg fyrir að þú ljúkir námskeiðinu, og lokaeinkunnin kemur ekki fram á skírteininu sem þú færð að námskeiðinu loknu.