Eru námskeiðin frá Elements of AI til á öðrum tungumálum?

Við vinnum að því að gera námskeiðin okkar aðgengileg sem flestum — á þeirra eigin tungumáli. Til þess fáum við oftast til samstarfs við okkur háskólastofnun og fyrirtæki í viðkomandi landi. Háskólinn tekur að sér námskeiðshaldið, m.a. að svara spurningum frá nemendum og fara yfir úrlausnir æfinga. Fyrirtækið (eða annar bakhjarl) leggur til fjármuni til að standa undir kostnaði við verkefnið. Sendu okkur tölvupóst á elementsofai@reaktor.com ef þú hefur tillögur fram að færa. Við hlökkum til að heyra frá þér! (Eftirspurnin er mikil sem stendur, svo að við getum ekki alltaf svarað strax.)

Þegar Finnar fóru með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins á síðara helmingi ársins 2019 ákvað finnska ríkisstjórnin að gera námskeiðið Inngangur að gervigreind — fyrsta námskeiðið sem sett var upp undir yfirskriftinni Elements of AI — aðgengilegt á opinberum tungumálum allra Evrópusambandsríkjanna. Samhliða því var það markmið sett að árið 2021 hefðu 1% alla íbúa í þessum löndum tekið námskeiðið. Ný tungumál hafa bæst við allt frá vorinu 2020. Nánari upplýsingar um þýðingu námskeiðsins á önnur tungumál í Evrópusambandinu má finna hér.