Er krafist kunnáttu í stærðfræði eða forritun?

Í námskeiðinu Inngangur að gervigreind er engrar forritunarkunnáttu krafist, en nemendur þurfa að leysa nokkur stærðfræðidæmi. Þau eru þó ekki flókin og námskeiðið er byggt þannig upp að nægilegt er að kunna skil á einföldum reikniaðgerðum. Allt er útskýrt í námskeiðinu en sumar æfingarnar geta flækst fyrir þér ef langt er síðan þú notaðir skólastærðfræðina. Í sumum æfingunum þarf einnig að nota blað og blýant til að finna svarið.