Ég lenti í tæknilegum erfiðleikum og finn ekki svarið hér. Hvað get ég gert?

Stöku sinnum koma upp villur sem tengjast vafranum sem notaður er. Til dæmis getur það gerst að spurningu virðist ekki hafa verið svarað þó að þú hafir sent inn svar. Einkunnirnar í námskeiðskerfinu eru óháðar því sem vafrinn þinn sýnir, svo að það hefur engin áhrif á skráðan árangur þinn þó að villa af þessu tagi komi upp.

Vandamálið leysist oft með því að endurræsa vafrann. Ef það stoðar ekki er reynandi að skrá sig inn í öðrum vafra eða á öðru tæki.

Ef ekkert af þessu kemur að gagni getur þú athugað hvort einhver í notendahópi námskeiðsins á Circle hefur fundið lausn á vandamálinu. Mikilvægt: Gættu þess að birta ekki skjámynd af svörunum þínum til þess að aðrir nemendur sjái ekki réttu svörin áður en þeir leysa æfingarnar. Þú getur sömuleiðis sent kerfisstjórunum skilaboð um villuna á Circle.