Ég lauk einu af námskeiðunum hjá Elements of AI — hvar er skírteinið mitt?

Inngangur að gervigreind:

Ef við höfum haft ráðrúm til að fara yfir allar lausnir þínar á verkefnunum finnur þú skírteinið efst á Síðan mín. Athugaðu að aðeins er gefið út rafrænt skírteini og að það er alltaf á sama tungumáli og námskeiðið var tekið á.

Fullvissaðu þig um að þú hafir skráð nógu margar umsagnir um ritgerðarspurningar annarra nemenda (æfingar 4, 15, 23, 24 og 25). Algengasta ástæðan fyrir því að skírteinið hefur ekki verið gefið út er að nemandinn hefur gefið of fáar slíkar umsagnir.

Að því loknu þarf að bíða eftir því að nægilega margir nemendur gefi umsögn um lausnirnar þínar. Við förum sjálf yfir öll svör sem eru metin ógild eða fá mjög laka umsögn.

Það getur tekið nokkurn tíma að fá nægilega margar umsagnir um svörin, sérstaklega ef við þurfum að fara yfir þau sjálf.

Nánari upplýsingar um þetta eru í Circle.

Sjá námskröfur fyrir bæði námskeiðin.

Finnur þú ekki svarið sem þú leitar að?

Sendu okkur skilaboð á Circle eða með tölvupósti: support@elementsofai.zendesk.com (english only).