Hefur þú velt því fyrir þér hvaða áhrif gervigreind gæti haft á starf þitt eða daglegt líf?
Langar þig að vita meira um gervigreind — og hvernig hún er búin til?
Finnst þér áhugavert að vita hvert stefnir í þróun gervigreindar og hvaða áhrif hún getur haft á tilveru okkar á næstu árum?

Markmið okkar er að sýna að gervigreind er hvorki leyndardómsfull né torskilin

Elements of AI er yfirheiti vefnámskeiða sem fyrirtækið MinnaLearn og háskólinn í Helsinki þróa í sameiningu og öllum standa til boða endurgjaldslaust. Við viljum fá sem allra flesta til að kynna sér gervigreind, hvað við getum gert með gervigreind (og hvað ekki) og á hvaða grunni gervigreindaraðferðir eru byggðar. Efni námskeiðanna er annars vegar umfjöllun um fræðileg atriði og hins vegar æfingar úr námsefninu. Námshraðinn er sveigjanlegur.

1. námskeið

Inngangur að gervigreind

Inngangur að gervigreind er vefnámskeið sem allir geta tekið endurgjaldslaust og höfðar til þeirra sem vilja kynna sér gervigreind, hvað hún gerir okkur kleift að gera (og hvað ekki), og hvaða áhrif hún hefur á líf okkar. Námskeiðið krefst engrar sérfræðikunnáttu í stærðfræði eða forritun.

Byrja námskeiðið
Robots2
— Ísland hefur tækifæri til að vera í forystu tæknibreytinga og hagnýta sér kosti gervigreindar þannig að verðmætasköpun framtíðarinnar byggi á nýsköpun, hugviti og þekkingu sem hjálpað okkur takast á við áskoranir m.a. á sviði loftslagsmála og í heilbrigðisvísindum. Hagnýting gervigreindar verður að vera í þágu allra og byggja á grunngildum okkar um mannréttindi, lýðræði og jafnrétti.
Katrín Jabobsdóttir , forsætisráðherra
— Við Íslendingar ætlum áfram að vera meðal fremstu þjóða í hagnýtingu tækninnar á öllum sviðum. Þetta á ekki síst við hjá hinu opinbera, þar sem Ísland verður stafrænna með hverjum deginum. Fyrir áframhaldandi framþróun í þeim efnum er mikilvægt að fólk búi yfir skilningi og færni til að hagnýta nýja tækni.
Bjarni Benediktsson , fjármála- og efnahagsráðherra

Sagan fram að þessu

Vorið 2018 tóku MinnaLearn og háskólinn í Helsinki höndum saman um það verkefni að hjálpa fólki að sjá gervigreind sem tækifæri, ekki ógn. Hugmyndin á bak við Elements of AI var að kenna sem flestum grundvallaratriðin á þessu sviði, óháð menntun og reynslu.

1 milljón nemendur

Nú hafa yfir 1 milljón nemendur skráð sig í námskeiðið.

170 lönd

Námskeiðið hefur náð til fólks um allan heim og nemendur frá yfir 170 löndum hafa lokið því.

Hlutfall kvenna er 40%

Konur eru um 40% þátttakenda í námskeiðinu, en það er meira en tvöfalt hærra hlutfall en algengt er meðal nemenda í tölvunarfræði.