Væntanlegt: Elements of AI — ókeypis vefnámskeið!

Námskeiðið Elements of AI verður bráðum aðgengilegt á íslensku. Skráðu þig núna og við látum þig vita þegar námskeiðið er komið á vefinn!

Hefur þú velt því fyrir þér hvaða áhrif gervigreind gæti haft á starf þitt eða daglegt líf?
Langar þig að vita meira um gervigreind — og hvernig hún er búin til?
Finnst þér áhugavert að vita hvert stefnir í þróun gervigreindar og hvaða áhrif hún getur haft á tilveru okkar á næstu árum?

Markmið okkar er að sýna að gervigreind er hvorki leyndardómsfull né torskilin

Elements of AI er yfirheiti vefnámskeiða sem fyrirtækið Reaktor og háskólinn í Helsinki þróa í sameiningu og öllum standa til boða endurgjaldslaust. Við viljum fá sem allra flesta til að kynna sér gervigreind, hvað við getum gert með gervigreind (og hvað ekki) og á hvaða grunni gervigreindaraðferðir eru byggðar. Efni námskeiðanna er annars vegar umfjöllun um fræðileg atriði og hins vegar æfingar úr námsefninu. Námshraðinn er sveigjanlegur.

1. námskeið

Inngangur að gervigreind

Inngangur að gervigreind er vefnámskeið sem allir geta tekið endurgjaldslaust og höfðar til þeirra sem vilja kynna sér gervigreind, hvað hún gerir okkur kleift að gera (og hvað ekki), og hvaða áhrif hún hefur á líf okkar. Námskeiðið krefst engrar sérfræðikunnáttu í stærðfræði eða forritun.

Robots2
— Hugmyndin hefur einfalt og norrænt yfirbragð: Fyrst fáum við 1 af hverjum 100 íbúum landsins, um 55.000 manns, til að læra um grundvallaratriði gervigreindar, og stækkum svo hópinn smám saman eftir því sem árin líða
Politico , Finlands grand AI experiment →
— Til þess að ná góðum árangri með gervigreind er ekki nægilegt að þróa tæknina sjálfa. Við verðum líka að finna bestu leiðirnar til að nota hana og það er ekki hlutverk tæknimanna og sérfræðinga eingöngu. Þess vegna er gott að námskeiðið frá Elements of AI skuli standa öllum til boða án endurgjalds.
Elina Lepomäki , Member of Parliament
— Áhrif gervigreindar í samfélaginu verða sambærileg við áhrif rafmagnsins á sínum tíma.
Risto Siilasmaa , Chairman of board, Nokia
— Með gervigreind hefur fyrirtækjum opnast nýtt athafnasvið. Fyrirtæki sem hika ekki að gera tilraunir á þessu sviði eru líklegust til að ná góðum árangri og afla sér forskots á markaðnum.
Hanna Hagström , yfirmaður gervigreindarmála hjá Reaktor

Sagan fram að þessu

Vorið 2018 tóku Reaktor og háskólinn í Helsinki höndum saman um það verkefni að hjálpa fólki að sjá gervigreind sem tækifæri, ekki ógn. Hugmyndin á bak við Elements of AI var að kenna sem flestum grundvallaratriðin á þessu sviði, óháð menntun og reynslu.

650,000 nemendur

Nú hafa yfir 650,000 nemendur skráð sig í námskeiðið.

170 lönd

Námskeiðið hefur náð til fólks um allan heim og nemendur frá yfir 170 löndum hafa lokið því.

Hlutfall kvenna er 40%

Konur eru um 40% þátttakenda í námskeiðinu, en það er meira en tvöfalt hærra hlutfall en algengt er meðal nemenda í tölvunarfræði.